17.10.2009 | 23:45
Frábært!
Bretar hafa semsagt samþykkt að við megum fara með þetta fyrir dómstóla en bara með því skilyrði að það skipti ekki máli ef við vinnum við töpum samt.
Þarf eitthvað að ræða svona skilmála? Er svarið ekki sjálfkrafa Nei takk?
Það er alveg á hreinu að ef þeir sem segja að dómstólaleiðin geti ekki skilað árangri hafa ekki rétt fyrir sér því ef svo væri þá væru Bretar og Hollendingar ekki svona harðir á þessu ákvæði.
Hver sá sem samþykkir þetta er sjálfkrafa landráðamaður þar sem sá hinn sami hefur afsalað okkur fullveldi og sjálfstæði.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.9.2009 | 14:38
Ráðherraeftirlit Ríkissins
Fjölmiðlastofa hafi eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2009 | 17:16
Lausn á fangelsisvanda
Þarna er kjörið tækifæri til að leysa vanda Fangelsismálstofnunar, þarna er nefnilega til sölu 297 m² svefnskáli með 20 herberjum sem hvert um sig er 8,7 m² og með sér salerni, þessa byggingu má setja t.d. innan girðingar í litlahrauni án mikils kostnaðar.
Óskar eftir tilboðum í vinnubúðir á Kárahnjúkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.9.2009 | 12:54
Misti ég af einhverju??
Var okkur ekki sagt að einn af ástæðunum þess að við þyrftum að losna við fyrrverandi seðlabankastjórn væri þessi brjálaða hávaxtastefna hennar??
Átti ekki að vera hægt að lækka vexti um leið og sótt væru um í ESB??
Eru ekki margir málsmetandi menn búnir að segja að hávaxtastefnan sé stór hluti vandans???
Svo erum við kannski að sjá fram á vaxtahækkun þrátt fyrir að vera búinn að gera allt sem Samfylkingin sagði að þyrfti að gera til að hægt væri að lækka vexti.
Þarf kannski aftur að hreinsa til í svörtuloftum??
Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 12:19
Að sjálfsögðu
Að sjálfsögðu vilja þeir láta banna skipulagða glæpasamtök þeir vita nefnilega að þá verða eftirfarandi samtök bönnuð:
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Framsóknarflokkurinn
- LÍÚ
- Hells Angles
- N1
- Shell
- Olís
Eflaust eitthvað fleira.
ég allaveganna styð þessa hugmynd.
Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2009 | 08:21
Flott mál
Þetta eru góðar fréttir, eru þá ekki þeir hjá Toyota í Japan tilbúnir að borga þessar skuldir óreiðumannsins?
Eiga stórfyrirtæki úti að ráða því hverjir fá að eiga hvað hér á Íslandi??
Vill bara að það komi fram að íbúðarlánasjóður getur ekki tekið af mér íbúðina mína vegna skulda þar sem formaður húsfélagsins samþykkir ekki íbúðalánasjóð sem eigenda.
Ég krefst þess að skuldir þessa manns verði innheimtar af fullri hörku.
Toyota samþykkir ekki Landsbanka sem eiganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2009 | 12:40
Rólegt
Það er ekki nema eðlilegt að þingheimur taki sér frí enda lítið framundan, búið að samþykkja allt sem skiptir máli eins og umsókn í ESB og IceSave hlekki.
Núna eru bara eftir smámál sem litlu skiptir eins og að bjarga heimillum landsins og tryggja atvinnu, það má bíða, þingmenn eru ekkert að missa sín heimilli í gjaldþrot svo það liggur ekkert á...
Þingfundi frestað til 1. október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2009 | 15:34
Bara ein lausn
Það er bara ein lausn á þessu, sú sama og rædd hefur verið bæði í Fraklandi og U.S.A. það er að setja 90-95% skatt á allar bónusgreiðslur.
Það er nefnilega ekki hægt að stöðva þetta tryllta lið með neinum venjulegum leiðum því það telur sig eiga rétt á hinu og þessu.
Bónusgreiðslur til Straumsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2009 | 11:17
Skjaldborg
Það fer ekki á milli mála að það á að slá skjaldborg um spillinguna, menn eru þráfaldlega ráðnir aftur að kjötkötlunum til að halda saman samtryggingarkerfi íslensku mafíunnar.
Talað er um hæfi manna og hvort þeir hafi verið brotlegir við íslensk (ó)lög eða ekki en engu skiptir hvort menn hafi til að bera siðferðiskennd enda þvælist slíkt bara fyrir.
Það er alla veganna meira lagt uppúr þessari skjaldborg en þeirri sem var lofað um hemillinn.
Sjóðsstjóri kominn aftur til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2009 | 14:21
Engan skaða?
Mig langar til að koma með smá athugasemd við yfirlýsinguna sem Sjóvá kom með en yfirlýsingin er svona
" vátryggingartakar og tjónþolar hafi ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda. Komið hafi verið í veg fyrir það."
Ég er nefnilega einn að vátryggingatökum þessa félags og það er ekki rétt að ég hafi ekki beðið neinn fárhagslegan skaða, ég er nefnilega einn af þeim sem gegnum aukna skattheimtu og minni þjónustu kem til með að borga m.a. þá háu upphæð (held það hafi verð 12 milljarðar) sem ríkisjóður lagði í félagið til að halda því gangandi.
Svo er náttúrulega allur hinn skaðinn sem maður ber eftir þessa aumingja.
Karl og Guðmundur yfirheyrðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Mars 2017
- Nóvember 2014
- September 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar