Leita í fréttum mbl.is

Frábært!

Bretar hafa semsagt samþykkt að við megum fara með þetta fyrir dómstóla en bara með því skilyrði að það skipti ekki máli ef við vinnum við töpum samt.

Þarf eitthvað að ræða svona  skilmála? Er svarið ekki sjálfkrafa Nei takk?

Það er alveg á hreinu að ef þeir sem segja að dómstólaleiðin geti ekki skilað árangri hafa ekki rétt fyrir sér því ef svo væri þá væru Bretar og Hollendingar ekki svona harðir á þessu ákvæði. 

Hver sá sem samþykkir þetta er sjálfkrafa landráðamaður þar sem sá hinn sami hefur afsalað okkur fullveldi og sjálfstæði. 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin er sátt við þetta.

Sigurður Þórðarson, 17.10.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Halelúja og amen eftir efninu, þetta er hárrétt hjá þér og verður fróðlegt að sjá hverjir kjósa að gerast landráðamenn á næstu vikum!!

Guðmundur Júlíusson, 17.10.2009 kl. 23:56

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Jóka og Steini eru búin að nauðga þessu í gegn um þingflokkana - Jóka hefur frá upphafi sagt að hún fari ekki með þetta inn í þingið nema vera með það á hreinu.

Einhverjum vinstri grænum hlýtur að svíða á ónefndum stöðum. Það er þó gjaldeyrissparandi að það er framleitt prýðilegt bossakrem fyrir vestan.

Örvar Már Marteinsson, 18.10.2009 kl. 00:02

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég á ekki til aukatekið orð ! núna þarf að sverfa til stáls, vísa breska sendiherranum úr landi og aðalræðismann Hollands á Íslandi líka, slíta stjórnmálatengslum við þessu lönd, lögsækja þau fyrir kúgunaraðferðir og senda Icesave til dómsstóla.

Sævar Einarsson, 18.10.2009 kl. 00:03

5 Smámynd: GÞO

Þjóðstjórn strax, það er ekki hægt að lýða svona atftaí t.... endalaus.

GÞO, 18.10.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Rétt hjá Sævarnum. Svo lengi sem við leyfum þeim - ganga þeir eins langt og þeim sýnist.

Örvar Már Marteinsson, 18.10.2009 kl. 00:04

7 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Hafðu ekki áhyggjur Örvar, við höfum því miður sýnt íslenskum valdhöfum í gegnum tíðina að við leifum þeim að ganga eins langt og þeim sýnist, ég á ekki von á að það breytist frekar en annað á þessu skeri.

Sigurður Ingi Kjartansson, 18.10.2009 kl. 00:11

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér kæri nágranni svarið er nei og sennilega þurfum við að sýna valdhöfum að okkur er alvara með það

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2009 kl. 00:19

9 identicon

Þetta bara má ekki samþykkja! Þetta er komið út fyrir alla flokka og hægri og vinstri og allan pakkann! Nú er það bara spurning um eitthvað mun meira! Við verðum að standa með okkur sem þjóð! Ekki þvætting um sjálfstæðismenn eða vinstri græna eða what ever. Talandi um að "svíkja sína huldumey"!.Þessi bardagi er fyrir börnin okkar. Mér sýnist við hafa farið úr öskunni í eldinn... við verðum að setja okkur í samband við okkar þíngmenn. Við verðum að hafa áhrif.

Soffía (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Ingi Kjartansson
Sigurður Ingi Kjartansson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband