Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
28.8.2009 | 12:40
Rólegt
Það er ekki nema eðlilegt að þingheimur taki sér frí enda lítið framundan, búið að samþykkja allt sem skiptir máli eins og umsókn í ESB og IceSave hlekki.
Núna eru bara eftir smámál sem litlu skiptir eins og að bjarga heimillum landsins og tryggja atvinnu, það má bíða, þingmenn eru ekkert að missa sín heimilli í gjaldþrot svo það liggur ekkert á...
Þingfundi frestað til 1. október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2009 | 15:34
Bara ein lausn
Það er bara ein lausn á þessu, sú sama og rædd hefur verið bæði í Fraklandi og U.S.A. það er að setja 90-95% skatt á allar bónusgreiðslur.
Það er nefnilega ekki hægt að stöðva þetta tryllta lið með neinum venjulegum leiðum því það telur sig eiga rétt á hinu og þessu.
Bónusgreiðslur til Straumsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.8.2009 | 11:17
Skjaldborg
Það fer ekki á milli mála að það á að slá skjaldborg um spillinguna, menn eru þráfaldlega ráðnir aftur að kjötkötlunum til að halda saman samtryggingarkerfi íslensku mafíunnar.
Talað er um hæfi manna og hvort þeir hafi verið brotlegir við íslensk (ó)lög eða ekki en engu skiptir hvort menn hafi til að bera siðferðiskennd enda þvælist slíkt bara fyrir.
Það er alla veganna meira lagt uppúr þessari skjaldborg en þeirri sem var lofað um hemillinn.
Sjóðsstjóri kominn aftur til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2009 | 14:21
Engan skaða?
Mig langar til að koma með smá athugasemd við yfirlýsinguna sem Sjóvá kom með en yfirlýsingin er svona
" vátryggingartakar og tjónþolar hafi ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda. Komið hafi verið í veg fyrir það."
Ég er nefnilega einn að vátryggingatökum þessa félags og það er ekki rétt að ég hafi ekki beðið neinn fárhagslegan skaða, ég er nefnilega einn af þeim sem gegnum aukna skattheimtu og minni þjónustu kem til með að borga m.a. þá háu upphæð (held það hafi verð 12 milljarðar) sem ríkisjóður lagði í félagið til að halda því gangandi.
Svo er náttúrulega allur hinn skaðinn sem maður ber eftir þessa aumingja.
Karl og Guðmundur yfirheyrðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 23:44
Flokkarottur
Núna eru flokkarnir búnir að senda af stað rotturnar sýnar til að gera lítið úr mótmælendum, í þetta skiptið eru það samfylkingarmenn sem sent hafa út sínar rottur til að rægja niður mótmælendur, en þetta er sami leikur og sjálfstæðisflokkurinn lék í vetur.
Þetta er kanski ekkert skrítið því þetta fólk virðist ekki vera fært um að móta sýnar eigin skoðanir heldur fylgir það bara línu flokks síns blindandi og heldur þess vegna að allir sem eru ekki á sömu skoðun og flokkurinn þeirra hljóti líka að vera flokksrottur en bara úr flokki andstæðinganna.
Við verðum að hætta þessu ef eitthvað einhverntímann á að batna á þessu landi því það er þessi hegðun borgaranna sem gerir stjórnmálamönnum kleift að koma sínu fram hversu slæmt sem það er því þeir vita að rotturnar þeirra fylgja þeim í blindni.
Ég mætti reglulega á mótmælinn síðastliðin vetur og ég mæti líka núna ég tilheyri nefnilega þeim hópi manna sem oftast er kallaður Íslendingar og stend þess vegna með öllum öðrum í þeim hópi.
3000 á samstöðufundi InDefence | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2009 | 15:07
Hér er gott að vera
þetta er yndislegt.
Stuð í húsdýragarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 13:13
Áhlaupið hafið
Það virðist eins og stjórnendur Kaupþings séu að fá að upplifa verstu martröð allra bankamanna bánkaáhlup (Run on the bank). Þeir þurfa ekki að bíða fram yfir helgi þar sem fólk virðist vera að nota helgina til að færa peningana burtu með heimabankanum.
Minni líka á orð Steingríms þar sem hann er verulega óskýr varðandi ríkisábyrgð á bankainnistæðum en þær eru kannski ekki eins tryggar og fólk heldur, hann getur nefnilega bara boðað annað í fyrramálið og þá er þetta allt búið.
Ætlar þú að taka sénsinn?
Ekki ég
Netverjar æfir yfir lögbanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Mars 2017
- Nóvember 2014
- September 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar