Leita í fréttum mbl.is

Óánægjufylgi?

Ég held að þessi fylgisaukning hjá VG og Mislyndaflokknum endurspegli aðalega óánægju fólks með stóru flokkana (S og D) frekar en einhverja brjálaða hamingju með stefnu VG og Frjálslyndra. Staðreyndin er að margir eru orðnir þreyttir á stefnuleysi Samfylkingarinnar eða eigum við að segja hentistefnu þeirra og treystir forystu þeirra ekki til að leiða svo mikið sem skátafélag og hvað þá ríkistjórn og sá hópur velur þess vegna frekar að kjósa Vinstri græna sem þrátt fyrir allt hafa verið nokkuð trúir sinni stefnu.
Svo er hinn hópurinn sem er búinn að átta sig á því að þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn sé búinn að gera marga ágæta hluti þá er hún engu að síður að fara með okkur í öngstræti með t.d. stefnu í vaxtamálum og fleiru, við erum nefnilega að verða kominn í þá stöðu að venjulegt fólk á sífellt erfiðara með að láta enda ná samann þrátt fyrir allt tal um aukinn kaupmátt, ætli þessi aukni kaupmáttur fari ekki bara allur í að borga okurvexti af allt of háum húsnæðislánum?

Þetta var bara svona smá pælingar.


mbl.is Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Velkominn í Bloggheima

En ekki getur það talist óánægja með Djálfstæðisflokkinn ef hann er að mælast yfir 40% og að bæta við sig. Ég er hinsvegar sammála þér með stefnuleysi og hentistefnu Samfylkingarinnar. Eins og ég hef skrifað í mínu bloggi. 

Guðmundur H. Bragason, 21.1.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Ingi Kjartansson
Sigurður Ingi Kjartansson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband