Leita í fréttum mbl.is

Vönduð fréttamennska

Gaman að þessu, samkvæmt þessari frétt var árið 1961 aldrei annarsvegar stendur í fréttinni "Er þetta í fyrsta skipti, sem slíkar upplýsingar eru birtar." og hinsvegar "Bandaríkjastjórn veitti síðast upplýsingar um kjarnorkuvopnaeign sína árið 1961."

 


mbl.is Bandaríkin eiga 5113 kjarnorkusprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Leiðrétting... Þeir veittu fyrst upplýsingar árið 1993 en þá um hvað þeir áttu marga kjarnaodda árið 1961.

Gott að hafa það á hreinu... Skil samt ekki hvaða gagn það gerði að vita árið 1993 um fjöldann sem var 1961...

Þetta er bara sami leyndarhjúpurinn og venjulega. ég var reyndar búinn að lesa um það margoft hve margar kjarnorkusprengjur væru til hjá kananum og þessi tala sem gefin var upp í fréttinni er ekki langt frá því...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 3.5.2010 kl. 22:01

2 identicon

  Er ekki bara ágætt að sprengja heiminn upp, við gætum þá byrjað upp á nýtt án skulda.

Rabbi (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 23:11

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Er virkilega hægt að treysta því að þetta fólk gefi upp réttar upplýsingar? Sama fólkiðþvertók fyrir leynileg fangelsi og ólögleg fangaflug.

Ekki að það skipti neinu máli hvort þeir eigi 5 þúsund eða 50 þúsund, bara að segja.

Tómas Waagfjörð, 3.5.2010 kl. 23:17

4 identicon

Hvers vegna ættu þeir að hafa fyrir því að ljúga? Ef opinbera planið er að telja kjarnaodda, þá er meira en að nefna það að passa að viðeigandi upplýsingar og sönnunargögn séu einungis undir forræði þeirra sem hægt er að treysta til að brjóta gegn opinberri stefnu. Auðvitað er það alveg hægt, en ég sé ekki hvers vegna þeir ættu að eyða orku í það. Raunverulega talan er alveg nógu ógurleg.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 23:42

5 identicon

Er þetta ekki bara svona "ég á miklu fleiri en þið þarna, svo ekki rífa kjaft við mig" dæmi.

Bjössi (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 02:33

6 identicon

Gallinn við sá kenningu "Bjössi" er að gert er ráð fyrir að Rússar eigi nokkur hundruð fleiri kjarnorkusprengjur en Bandaríkjamenn.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 04:34

7 identicon

Ég var nú kannski að hugsa um einhverja aðra en Rússa , í þessu sambandi þetta er birt um svipað leyti og  plastlyklavörður paradísar , þessi þarna frá Íran, heimsækir  Nefjork til að að halda ræðu í S.Þ. Það var alveg eins búist við .því að hann tilkynnti þar að Íranir væru búnir að smíða sér sprengju, eða ætluðu að gera það innan skamms, vegna yfirlýingar frá varaformanni Írönsku Kjarnrkorkustofnunninnar um miðjan apríl um Íran myndi bætast í "kjarnorkuklúbbinn" í Maí.

Bjössi (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Ingi Kjartansson
Sigurður Ingi Kjartansson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband