Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.9.2009 | 12:54
Misti ég af einhverju??
Var okkur ekki sagt að einn af ástæðunum þess að við þyrftum að losna við fyrrverandi seðlabankastjórn væri þessi brjálaða hávaxtastefna hennar??
Átti ekki að vera hægt að lækka vexti um leið og sótt væru um í ESB??
Eru ekki margir málsmetandi menn búnir að segja að hávaxtastefnan sé stór hluti vandans???
Svo erum við kannski að sjá fram á vaxtahækkun þrátt fyrir að vera búinn að gera allt sem Samfylkingin sagði að þyrfti að gera til að hægt væri að lækka vexti.
Þarf kannski aftur að hreinsa til í svörtuloftum??
![]() |
Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 12:19
Að sjálfsögðu
Að sjálfsögðu vilja þeir láta banna skipulagða glæpasamtök þeir vita nefnilega að þá verða eftirfarandi samtök bönnuð:
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Framsóknarflokkurinn
- LÍÚ
- Hells Angles
- N1
- Shell
- Olís
Eflaust eitthvað fleira.
ég allaveganna styð þessa hugmynd.
![]() |
Vilja láta banna skipulögð glæpasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2009 | 16:34
Sendinefndin
Er Jóhanna ekki örugglega búinn að hafa sambandi við Svavar Gests og athuga hvort hann vilji ekki stýra samninganefndinni sem send verður til Brussel? Það liggur beinast við að senda hann, maðurinn er jú með alveg gríðarlega reynslu.
Ekki skemmir heldur fyrir að hann verður búinn að ljúka þessu fyrir miðjan desember til að komast snemma í jólafrí.
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 00:07
Lýðskrum
Er þetta fólk ekki í lagi???
Fyrst er talað um að setja á sykurskatt til að vernda heilsu fólks, allt í lagi hljómar ekkert arfavitlaust en svo er settur á skattur sem nær meðal annars til sótavatns (og sykurlausra gosdrykkja) en það er algerlega sykrulaust og skaðlaust heilsu fólks eftir því sem ég best veit og þar með hefur þetta ekki neyslustýrandi áhrif.
En takið líka eftir því hvaða sykruðu vörur fá ekki þennan skatt, jú mikið rétt sykraðar mjólkurvörur sem oftar en ekki eru markaðasettar sérstaklega fyrir börn.
Já þegar öllu er á botninn hvoft þá var þetta tal um að setja á þennan skatt í nafni hollustu bara svona venjulegt lýðskrum eins og flest sem kemur frá þessum mönnum.
Já og ekki gleyma því að þetta hefur veruleg áhrif á vísitöluna svo lánin hækka og það líka hjá fólki sem borðar alltaf hollt og mætir þrisvar í viku í líkamsrækt.
Vaknið!
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 20:59
Óska eftir auðum athvæðum
Ef þú ert að hugsa um að skila auðu í þessum kosningin þá langar mig til að bjóða þér að hugsa málið aftur, væri kanski betra að kjósa heldur Borgarahreyfinguna? Með því nærðu að mótmæla gömlu flokkunum en um leið gefur þú nýju fólki tækifæri.
Stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar.
![]() |
Dregur saman með flokkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 20:48
Ekki láta blekkjast
Fólk má ekki láta blekkjast og halda að næst spilltasti flokkurinn sé í lagi bara af því að hinn sé spilltari við þurfum alvöru breytingar og nýtt fólk.
Nær allir sem núna eru á þingi eru búnir að óhreinka sig gegnum tíðina sama hvaða flokki þeir tilheyra.
![]() |
Háir styrkir frá Baugi og FL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 09:13
Betur má ef duga skal
Það er greinilegt að fólk er að vakna til lífsins og gera upp hug sinn. Borgarahreyfingin er eini raunhæfi valkosturinn í dag fyrir þá sem eru orðnir þreyttir á flokksræði og valdabrölti gömlu flokkanna. En ég geri mér grein fyrir að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið, nú þarf að spýta í lofanna og kvetja fólki til að mæta á kjörstað og merkja við O
Það er lítið mál að kynna sér stefnu Borgarahreyfingarinnar hún er stutt og hnitmiðuð og hana má lesa hér
![]() |
O-listi fengi fjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 23:33
Forgansröðun
Stundum held ég að menn séu að nota ESB aðild sem einhverskonar gluggatjöld til að fela þá staðreynd að þeir hafi engar lausnir á þeim vanda sem mest er ákallandi að leysa í dag.
Það þarf að bjarga fjölskyldum frá gjaldþroti.
Það þarf að minnka atvinnuleysi.
Það þarf að koma einhverskonar stöðugleika á gjaldmiðillinn.
Það þarf að bjarga lýðræðinu með breytingum á stjórnarskrá.
Þegar þessu er lokið þá getum við farið að leyfa okkur svona lúxus eins og að fjalla um inngöngu í ESB.
Annars hlýtur það alltaf að vera í hendi þjóðarinnar hvort við göngum inn.
XO
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.4.2009 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2007 | 17:05
Óánægjufylgi?
Ég held að þessi fylgisaukning hjá VG og Mislyndaflokknum endurspegli aðalega óánægju fólks með stóru flokkana (S og D) frekar en einhverja brjálaða hamingju með stefnu VG og Frjálslyndra. Staðreyndin er að margir eru orðnir þreyttir á stefnuleysi Samfylkingarinnar eða eigum við að segja hentistefnu þeirra og treystir forystu þeirra ekki til að leiða svo mikið sem skátafélag og hvað þá ríkistjórn og sá hópur velur þess vegna frekar að kjósa Vinstri græna sem þrátt fyrir allt hafa verið nokkuð trúir sinni stefnu.
Svo er hinn hópurinn sem er búinn að átta sig á því að þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn sé búinn að gera marga ágæta hluti þá er hún engu að síður að fara með okkur í öngstræti með t.d. stefnu í vaxtamálum og fleiru, við erum nefnilega að verða kominn í þá stöðu að venjulegt fólk á sífellt erfiðara með að láta enda ná samann þrátt fyrir allt tal um aukinn kaupmátt, ætli þessi aukni kaupmáttur fari ekki bara allur í að borga okurvexti af allt of háum húsnæðislánum?
Þetta var bara svona smá pælingar.
![]() |
Fylgi VG og Frjálslyndra eykst samkvæmt skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Mars 2017
- Nóvember 2014
- September 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- September 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Janúar 2010
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar