Leita í fréttum mbl.is

Laun bankamanna

Menn bera því gjarnan við þegar kvartað er yfir háum launum stjórnenda bankanna að það þurfi að borga þeim há laun til að fá hæfa menn í starfið, við sáum hvernig það endaði síðast.
Ég held að það væri reynandi að ráða bankastjóra sem væru tilbúnir að vinna þetta starf á eðlilegri launum, ég tel að það auki verulega líkurnar á að við fáum stjórnendur sem ekki stjórnast af græðgi en slíkir menn gætu verið verðmætir fyrir bæði bankana og viðskiptavinina.
Að auki set ég stórt spurningamerki við þá kenningu að íslenskir bankamenn gætu farið í stórum stíl að vinna hjá erlendum bankastofnunum, sé ekki fyrir mér að það sé mikill markaður fyrir "tæra snilld" íslenskra bankamanna í útlöndum.


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef bankarnir hafa efni á að borga svo há laun. Geta þeir þá ekki tekið við Icesave reikningum. Þó það hafi verið hjá Landsbankanum, þá hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir vegna bankanna.

Ekki dettur mér í hug að segja Já - við því að greiða Icesave eftir fréttir dagsins

Lára (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 19:47

2 identicon

Líklegast eru þessi laun toppana svona há svo þeir nái upp fyrir næst mann. Það verður fróðlegt að sjá launin í Landsbankanum - ef þau eru jafnhá þá er komið að því að segja JÁ við ESB
og reyna að fá einhverja útlendinga til að stjórna landinu

Grímur (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 19:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grímur: Heldurðu semsagt að í ESB sé eitthvað sem hindrar bankana í að ræna almenning eins og hér er verið að gera? Það er helber misskilningur, margar þeirra aðferða sem þeir beita byggja einmitt á ákvörðunum Evrópusambandsins, sem við höfum margar innleitt hér gegnum EES samninginn.

Þetta er óskaplega einfalt orsakasamhengi. Ef þú vilt meira bankarán, þá er meira EES/ESB/EUR einmitt málið. En ef þú vilt minna bankarán, þá viltu líklega halda þig frá gróðrarstíunni. Svo getur hver og einn og ákveðið sig í hversu mikilli fjarlægð hann vil staðsetja sig.

Ég er alls ekki að segja að bankarán og spilling geti ekki átt sér stað hjá þjóðum utan ESB. En innan þess er það hinsvegar nánast tryggt. Besta leiðing til að forðast slík örlög er að halda í þau verkfæri sem við höfum til að vera okkar eigin gæfu smiðir.

Ég segi NEI.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Ingi Kjartansson
Sigurður Ingi Kjartansson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband